OK

Skrifstofustjóri í Tölvunarfræðideild

Posted: 3 days ago

Job Description

Háskólinn í Reykjavík leitar að skrifstofustjóra í Tölvunarfræðideild. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og er unnið í nánu samstarfi við deildarforseta, starfsfólk skrifstofu, kennara, og stoðdeildir skólans.Megin starfsvið skrifstofustjóra er að hafa yfirumsjón með verkefnum skrifstofu og skipulagi. Auk skrifstofustjóra starfa þrír verkefnastjórar á skrifstofu tölvunarfræðideildar.STARFSSVIÐAðstoðar deildarforseta við rekstur deildarinnarYfirsýn yfir starf deildarinnar, áætlanir og markmiðYfirumsjón verkefna skrifstofu og umsjón viðburðaAðstoð við gerð fjárhagsáætlana og eftirfylgniÞátttaka í þróunarverkefnum, gæðastarfi og uppbyggingu deildarinnarUmsjón vefsvæða, skjölunar og skráningar í viðkomandi kerfiAðstoð til nemenda og sérstaklega erlendra nemenda sem eru að fóta sig í íslensku samfélagiInnri upplýsingagjöf um starf deildarinnar í samstarfi við deildarforsetaHÆFNISKRÖFURHáskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfiReynsla af rekstri og fjármálum er mikill kosturRík þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptumMikil skipulagshæfni og frumkvæði í starfiGóð tölvukunnátta nauðsynlegGóð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í tali og rituðu máliSterk leiðtogahæfni og sjálfstæði í vinnuSkrifstofustjóri ber hag nemenda, kennara og starf deildarinnar fyrir brjósti sér og brennur fyrir því að veita framúrskarandi þjónustu og að skapa jákvætt starfsumhverfi.Umsóknarfrestur er til 3. desember og skal umsóknum skilað á vef Háskólans í Reykjavík.Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.Fyrir frekari upplýsingar er áhugasömum boðið að hafa samband við Henning Úlfarsson (henningu@ru.is) eða mannauðsdeild (mannaudur@ru.is).Háskólinn í Reykjavík hefur haslað sér völl sem öflugur rannsóknaháskóli á alþjóðavísu. Háskólinn stenst samanburð við erlenda háskóla í fremstu röð og fræðafólk skólans hefur náð framúrskarandi árangri. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfaglegt samstarf, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu.HR er eftirsóknarverður vinnustaður og þar er lögð áhersla á fyrsta flokks aðstöðu í nærandi umhverfi, persónuleg samskipti, framsæknar kennsluaðferðir og nútímalega starfshætti. HR fagnar fjölbreytileika og mikið er lagt upp úr jafnrétti og virðingu fyrir einstaklingum og störfum þeirra. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 4.300 í sjö deildum og starfsfólk er um 330 talsins, auk 350 stundakennara.

Job Application Tips

  • Tailor your resume to highlight relevant experience for this position
  • Write a compelling cover letter that addresses the specific requirements
  • Research the company culture and values before applying
  • Prepare examples of your work that demonstrate your skills
  • Follow up on your application after a reasonable time period

You May Also Be Interested In