OK

Verkefnastjóri í Tölvunarfræðideild

Posted: 3 days ago

Job Description

Háskólinn í Reykjavík leitar að verkefnastjóra í Tölvunarfræðideild. Þrír verkefnastjórar starfa á skrifstofu tölvunarfræði auk skrifstofustjóra. Skrifstofan vinnur í nánu samstarfi við deildarforseta, kennara og stoðdeildir skólans.Í boði er spennandi starf í metnaðarfullu og lifandi háskólaumhverfi. Starfið veitir ýmis tækifæri til að sýna frumkvæði með það að markmiði að skapa framúrskarandi náms- og vinnuumhverfi fyrir nemendur.STARFSSVIÐÞjónusta og samskipti við nemendur og starfsfólk deildarUmsjón og skipulag námsleiða við deildina í samvinnu við forstöðumenn og aðrar deildirSkráning námskeiða, kennara og kennslubókaUmsjón með efni á vef deildarinnarUmsjón með stundatöflugerð, umsóknarferli og gerð kennsluskrárÝmiskonar gagnaöflunÞátttaka í kynningu á náminu, t.d. á nýnemadögum og HáskóladeginumHÆFNISKRÖFURGrunn-háskólapróf sem nýtist í starfiRík þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptumMikil skipulagshæfni og frumkvæði í starfiGóð kunnátta í íslensku og ensku bæði í tali og rituðu máliGóð tölvukunnátta nauðsynlegUmsóknarfrestur er til og með 3. desember og skal umsóknum skilað á vef Háskólans í Reykjavík.Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.Fyrir frekari upplýsingar er áhugasömum boðið að hafa samband við Henning Úlfarsson (henningu@ru.is) eða mannauðsdeild (mannaudur@ru.is).Háskólinn í Reykjavík hefur haslað sér völl sem öflugur rannsóknaháskóli á alþjóðavísu. Háskólinn stenst samanburð við erlenda háskóla í fremstu röð og fræðafólk skólans hefur náð framúrskarandi árangri. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfaglegt samstarf, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu.HR er eftirsóknarverður vinnustaður og þar er lögð áhersla á fyrsta flokks aðstöðu í nærandi umhverfi, persónuleg samskipti, framsæknar kennsluaðferðir og nútímalega starfshætti. HR fagnar fjölbreytileika og mikið er lagt upp úr jafnrétti og virðingu fyrir einstaklingum og störfum þeirra. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 4.300 í sjö deildum og starfsfólk er um 330 talsins, auk 350 stundakennara.

Job Application Tips

  • Tailor your resume to highlight relevant experience for this position
  • Write a compelling cover letter that addresses the specific requirements
  • Research the company culture and values before applying
  • Prepare examples of your work that demonstrate your skills
  • Follow up on your application after a reasonable time period

You May Also Be Interested In